Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Menntamálaráðherra heimsækir Grindavík á degi íslenskrar tungu
Föstudagur 16. nóvember 2012 kl. 07:00

Menntamálaráðherra heimsækir Grindavík á degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er föstudaginn 16. nóvember og verður hann haldinn hátíðlegur í Grindavík á vegum mennta- og menningarmálaráðherra. Katrín Jakobsdóttir ráðherra heimsækir fyrst grunnskólann kl. 14:00 og svo leikskólana og svo verður hátíð í Kvikunni kl. 16:30. Allir Grindvíkingar eru velkomnir í Kvikuna en þar verður m.a. upplestur og tónlistaratriði. Dagskráin er eftirfarandi:

Dagskrá mennta- og menningarmálaráðherra á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember

14:00 - 16:00 Grunnskóli og leikskólar Grindavíkur heimsóttir í fylgd bæjaryfirvalda í Grindavík.
16:00 - 16:20 Kvikan - auðlinda- og menningarhús Grindavíkur. Saltfisksetrið skoðað í fylgd bæjarstjóra Grindavíkur.
16:30 - 17:00 Kvikan - auðlinda- og menningarhús Grindavíkur. Dagskrá á degi íslenskrar tungu. Ráðherra flytur ávarp, nemar lesa ljóð og syngja. Kaffi og bakkelsi. Allir velkomnir!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024