Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Menntamálaráðherra á ferð um Suðurnes
Þriðjudagur 10. september 2002 kl. 11:40

Menntamálaráðherra á ferð um Suðurnes

Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, heimsótti Suðurnes í gærdag og fór víða. Meðal annars heimsótti hann menntastofnanir, söfn , botndýrarannsóknarstöðina í Sandgerði og fór á ráðstefnu Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum í Eldborg.Tómas Ingi heimsótti Fjölbrautaskóla Suðurnesja í yfirreið sinni. Þar kom fram að hann viðurkenndi húsnæðisvanda skólans en ráðherra og skólayfirvöld eiga fund um þau mál síðar í þessum mánuði. Ráðherra fannst vel staðið að grunnskólamálum á Suðurnesjum. Þá tók ráðherra þátt í ráðstefnu MSS í Svartsengi. Frá henni er greint í annarri frétt hér á vefnum.

Myndin: Fjölmennur hópur á tröppum Fjölbrautaskóla Suðurnesja í gær. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024