Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:23

MENNINGARSAMSTARF Í GRINDAVÍK

Fulltrúar Grindavíkurbæjar, Hitaveitu Suðurnesja og Bláa Lónsins hf. undirrituðu viljayfirlýsingu um mennningarsamstarf sl. mánudag í Eldborg, móttökuhúsi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. Einar Njálsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja og Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins hf. undirrituðu yfirlýsinguna. Markmið þessa samstarfs er að skapa fjölbreyttara mannlíf fyrir íbúa svæðisins, gera Bláa lónið enn eftirsóknaverðara fyrir innlenda sem erlenda gesti og gefa starfsemi Elborgar dýpra innihald með listflutningi og listsýningum. Fyrsta verkefni menningarsamstarfsins er samstarfsverkefni við Reykjavík Menningarborg 2000 og verður verkefnið kynnt við þetta tækifæri. Verkefnastjórn menningarsamstarfsins hefur þegar verið skipuð og hana sitja Guðmundur Emilsson, tónlistarskólastjóri og menningarfulltrúi Grindavíkur og er hann verkefnisstjóri. Róbert Ragnarsson, ferðamálafulltrúi Grindavíkur og Þorsteinn Jónsson, móttökustjóri Eldborgar. Þorsteinn er jafnframt formaður verkefnisstjórnar og Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa Lónsins hf., og er hún kynningarstjóri verkefnisins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024