Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 6. júní 2000 kl. 10:29

Menningarhátíð í Grindavík

Grindavíkurbær, Bláa Lónið og Hitaveita Suðurnesja hafa í vetur unnið saman að dagskrá menningarhátíðar undir stjórn dr. Guðmundar Emilssonar, menningarfulltrúa Grindavíkur. Auk þess eru fastir liðir Sjómannadags, Þjóðhátíðardagsins og Kirkjuviku í Grindavík á dagskránni. Dagskráin er fjölbreytt en forsvarsmenn hátíðarinnar hafa reynt að tengja saman fjölskyldudagskrá og alþjóðlega listviðburði.Á menningarhátíðinni verða fluttir nokkir þættir úr Námum. Námur eru fjöllistaverk 36 innlendra og erlendra listamanna frá 1987 til 2000, sem unnið hefur verið í tilefni þúsaldar, kristnitöku á Íslandi og landafunda í Vesturheimi. Hljóðrit af nýjustu tónverkum Náma verða frumflutt í Eldborg í Svartsengi á meðan á hátíðinni stendur. Dagskráin þessa daga, 4.-16. júní er í tónum, tali, málverkum, handritum og ljósmyndum. Meðal listamanna sem koma fram eru Guðbergur Bergsson, Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guðmundsdóttir. Frumflutt verður verkið Sturla, eftir Atla Heimi Sveinsson og myndlistamennirnir Gunnar Örn og Tolli sýna verk sín, svo fátt eitt sé nefnt. Frekari upplýsingar um einstaka dagskrárliði hátíðarinnar er hægt að nálgast á heimasíðu Grindavíkurbæjar www.grindavik.is eða í símum 420-8800 eða 420-1100.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024