Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Menningardagur í kirkjum Suðurnesja á sunnudag
Þriðjudagur 19. október 2004 kl. 15:28

Menningardagur í kirkjum Suðurnesja á sunnudag

Sunnudaginn 24. október fer fram Menningardagur í kirkjum á Suðurnesjum. Þetta er í annað sinn sem Menningardagurinn er haldinn og í fyrra komust færri að en vildu.

Menningardagurinn í kirkjunum er samvinnuverkefni Ferðamálasamtaka Suðurnesja, Kjalarnessprófastsdæmis, Reykjanesbæjar og Sparisjóðsins í Keflavík.

„Í fyrra tókst þessi Menningardagur sérlega vel og því fannst okkur ástæða til þess að halda hann á nýjan leik í ár,“ sagði Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja. „Dagskráin í ár er mjög fjölbreytt og reynt er að höfða til þeirrar menningar sem sprottið hefur upp á hverju svæði fyrir sig,“ sagði Kristján að lokum.

Dagskrá sunnudaginn 24. október:

Kálfatjarnarkirkja kl. 10:00-10.40
-Menningardagur settur: Kristján Pálsson form. Ferðamálasamtaka Suðurnesja
-Selin í Heiðinni hlutverk og sagnir. Ómar Smári Ármannsson segir frá.
-Eydís Fransdóttir o.fl. flytja klassísk lög.
-Alþýðutónlist Vogamanna.
-Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju flutur lög eftir Stefán Thorarensen.
-Séra Carlos Ferrer flytur blessun.

Innri-Njarðvíkurkirkja kl. 11:30-12:10
-,,Sveinbjörn Egilsson skáldið, þýðandinn og rektorinn."  Jón Böðvarsson segir frá ævi Sveinbjarnar.
-Gunnar Egilson klarinettuleikari flytur lög við texta langafa síns.
-Ávarp: Séra Baldur Rafn Sigurðsson.

Ytri – Njarðvíkurkirkja kl. 13:00-13:40
-Tónlistarmaðurinn frá Höskuldarkoti. Magnús Þór Sigmundsson flytur eigin tónlist.
-Ávarp: Séra Baldur Rafn Sigurðarson.

Keflavíkurkirkja kl. 14:00-14:40  
-,,Trúarleg tenging í tónlist keflvískra poppara." Hákon Leifsson flytur erindi og stjórnar tónlist. Kór og barnakór Keflavíkurkirkju syngja ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur sópran.
-Ávarp.

Útskálakirkja kl. 15:15-15:55
-,,Útskálar prestsetrið í samfélaginu." Erindi: séra Sigurður Sigurðarson víxlubiskup.
-Kór Útskálakirkju flytur tvo sálma.
-Lokaorð: Séra Björn Sveinn Björnsson.

Hvalsneskirkja kl. 16:30-17:10
-,,Guð á atómöld." Um trúarskilning í ljóðum Matthíasar Johannessen. Sr.Gunnar Kristjánsson prófastur flytur erindi. 
-,,Skáldið Matthías Johannessen kallast á við séra Hallgrím Pétursson." Matthías Johannessen flytur eigin ljóð og texta.
-Kór Hvalsneskirkju syngur.
-Lokaorð: Séra Björn Sveinn Björnsson.

Kirkjuvogskirkja kl. 18:00-18:40
-Lögin hans Vilhjálms. Bjarni Ara flytur lögin sem Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði vinsæl.
-Séra Baldur Rafn Sigurðarson flytur blessun.

Grindavíkurkirkja kl. 20:00-21:30
-Ávarp: Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.
-Samspil íþrótta og kirkju, sigrar og sorgir íþróttamannsins. Athöfn með íþróttafólkinu í Grindavík.
-Trúbadorar úr röðum íþróttafólksins, Gígja Eyjólfsdóttir og Jón Ágúst Eyjólfsson syngja og spila á gítar.
-Létt kirkjuleg sveifla með kór og hljómsveit kirkjunnar.
-Menningardegi slitið.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024