Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Menningar- og sögutengd ganga um sögusvið Tyrkjaránsins í Grindavík 1627
Fimmtudagur 19. október 2006 kl. 10:18

Menningar- og sögutengd ganga um sögusvið Tyrkjaránsins í Grindavík 1627

Menningar- og sögutengd ganga í boði Grindavíkurbæjar og Saltfiskssetursins verður laugardaginn 21. okt. og hefst kl. 11:00. Gangan hefst við nýja skiltið af Járngerðarstöðum, sögusviði Tyrkjaránsins 1627. Skiltið er við gatnamót Verbrautar og Víkurbrautar.

Genginn verður hringur um hverfið m.a.: að þeim stað þar sem að þjóðsagan segir að “tyrkjaþistill” vaxi. Gengið verður að dys Járngerðar og Járngerðarstaðabæjunum. Síðan verður gengið til baka meðfram strandlengjunni, með Járngerðarstaðavíkinni og vörunum, að gömlu bryggjunni og ýmislegt skoðað sem  fyrir augu ber á leiðinni. Leiðsögumenn Reykjaness sjá um fræðsluna og leiða gönguna. Reynt verður að gera gönguna bæði skemmtilega og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Uppákomur s.s.  hákarlasmakk o.fl.. Gangan endar við gamla Flagghúsið, sem verið er að endurgera og verður til sýnis í tilefni dagsins. Sjólist, handverkshús verður jafnframt opið.


Gangan tekur um einn og hálfan  klukkutíma með fræðslustoppum. Fólk búi sig eftir veðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024