MENNINGAR- OG FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í BÍGERÐ
Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar hefur lagt til við bæjarstjórn að í stað núverandi félagsmiðstöðva unglinga, verði ein félagsmiðstöð rekin á vegum bæjarins. Nú þegar verði hafinn undirbúningur að því að finna húsnæði undir slíka félagsmiðstöð sem yrði tilbúin 1. september 1999. Ráðið telur að þetta sé besti kosturinn og þá yrði einnig hægt að bjóða upp á félagslíf fyrir eldri unglinga, t.d. á aldrinum frá 16-18 ára.Bæjarstjórn vísaði þessu máli til bæjarráðs og minnihlutinn kom með innlegg í þessa tillögu og óskaði eftir að þetta gæti einnig orðið menningarmiðstöð sem og félagsmiðstöð.