Mengunarhætta við vatnsbólin
Um nokkurt skeið hefur töluvert mikið verið fjallað um að vatnsbólum Suðurnesjamanna, að Lágum norðan við Grindavík, stafi hætta af umferð um Grindavíkurveg. Suðurnesjamenn hafa talið nokkra hættu af umferðinni og var m.a. ályktað um málið á aðalfundi SSS í fyrra. Í framhaldi af þeim fundi lögðu fjórir þingmenn okkar Suðurnesjamanna þeir Hjálmar Árnason, Árni Ragnar Árnason, Sigríður Jóhannesdóttir og Kristján Pálsson fram tvær þingsályktunartillögur í málinu.Tillaga Hjálmars og Sigríðar gekk út á það að olíuflutningar yrðu bannaðir um Grindavíkurveg og Reykjanesbraut en tillaga þeirra Árna Ragnars og Kristjáns var um að gripið yrði til aðgerða s.s. þéttingu vegkanta á þeim hluta Grindavíkurvegar þar sem hættan er hvað mest.
Aðilar sem annast olíuflutninga hafa bent á að samkvæmt útreikningum þeirra muni líða 4.800 ár á milli þess að olíubíll lendi í umferðarslysi á þeim kafla Grindavíkurvegar sem hætta stafar af. Því sé ekki ástæða til að ætla að vatnsbólinu stafi hætta af olíuflutningum um Grindavíkurveg. Í útreikningum Olíudreifingar er gengið út frá því að það sé einungis á tveggja kílómetra löngum kafla sem olíuslys geti mengað vatnsbólin. Þessa forsendu telja þeir Bergur Sigurðsson, umhverfisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, og Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, ekki standast. Þá hafa fulltrúar olíufélaganna einnig bent á að eldsneytisgeymar stórra flutningabíla, m.a. rútur á leið í Bláa lónið, innihaldi umtalsvert magn eldsneytis og ef slíkur tankur rifnaði í slysi geti það nægt til þess að menga vatnsbólin. Samkvæmt útreikningum Olíudreifingar munu líða 20 ár á milli umferðaróhappa á umræddu svæði þar sem þungaflutningabifreið á í hlut.
Nýlega voru sett upp skilti þar sem ökumenn eru varaðir við þegar þeir aka inn á svæðið þar sem mengunarhættan er hvað mest. Skiltin voru sett upp að beiðni heilbrigðisnefndar sem fjallaði um málið á fundi í febrúar í 2001. Á skiltunum stendur „AÐGÁT VATNSVERNDARSVÆÐI 5 KM, HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA”. Í hálkunni á miðvikudag í síðustu viku gerðist það að stór flutningabíll ók út af veginum rétt utan við svæðið sem merkt hefur verið sem vatnsverndarsvæði. Þetta er annað slysið í námunda við merkt svæði á þessu ári en í janúar varð banaslys þegar bíll frá Varnarliðinu ók út af rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu.
Víkurfréttir höfðu samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og fyrir svörum varð Magnús Guðjónsson framkvæmdastjóri. Aðspurður um slysið á miðvikudag sagði Magnús eftirfarandi: „Eldsneytisgeymar stórra flutningabíla rúma eldsneyti í magni sem gæti nægt til að menga vatnsbólin ef slys yrði á viðkvæmum stað, svo ekki sé talað um þau ósköp sem yrðu ef olíubíll ylti á þessum slóðum og olían úr honum rynni út. Útafaksturinn á Grindavíkurvegi staðfestir það sem Heilbrigðiseftirlitið hefur bent á, að vatnsbólum Suðurnesjamanna stafar hætta af umferð þungaflutningabíla um Grindavíkurveg.“ Þegar Magnús var inntur eftir því hvort slysið í janúar hefði geta mengað vatnsbólin sagði Magnús að í því slysi hefði eldsneytisgeymir bifreiðarinnar ekki rifnað, auk þess hefði þar verið um minni bíl með minni eldsneytisgeymi að ræða. „Engu að síður blasir við að á stuttum tíma hafa tveir bílar ekið útaf í nánasta nágrenni við vatnsbólin. Slíkt hlýtur að vera umhugsunarefni og jafnframt staðfesting á því að mengunarhættan er til staðar.“ Sagði Magnús að lokum.
Aðilar sem annast olíuflutninga hafa bent á að samkvæmt útreikningum þeirra muni líða 4.800 ár á milli þess að olíubíll lendi í umferðarslysi á þeim kafla Grindavíkurvegar sem hætta stafar af. Því sé ekki ástæða til að ætla að vatnsbólinu stafi hætta af olíuflutningum um Grindavíkurveg. Í útreikningum Olíudreifingar er gengið út frá því að það sé einungis á tveggja kílómetra löngum kafla sem olíuslys geti mengað vatnsbólin. Þessa forsendu telja þeir Bergur Sigurðsson, umhverfisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, og Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, ekki standast. Þá hafa fulltrúar olíufélaganna einnig bent á að eldsneytisgeymar stórra flutningabíla, m.a. rútur á leið í Bláa lónið, innihaldi umtalsvert magn eldsneytis og ef slíkur tankur rifnaði í slysi geti það nægt til þess að menga vatnsbólin. Samkvæmt útreikningum Olíudreifingar munu líða 20 ár á milli umferðaróhappa á umræddu svæði þar sem þungaflutningabifreið á í hlut.
Nýlega voru sett upp skilti þar sem ökumenn eru varaðir við þegar þeir aka inn á svæðið þar sem mengunarhættan er hvað mest. Skiltin voru sett upp að beiðni heilbrigðisnefndar sem fjallaði um málið á fundi í febrúar í 2001. Á skiltunum stendur „AÐGÁT VATNSVERNDARSVÆÐI 5 KM, HEILBRIGÐISEFTIRLIT SUÐURNESJA”. Í hálkunni á miðvikudag í síðustu viku gerðist það að stór flutningabíll ók út af veginum rétt utan við svæðið sem merkt hefur verið sem vatnsverndarsvæði. Þetta er annað slysið í námunda við merkt svæði á þessu ári en í janúar varð banaslys þegar bíll frá Varnarliðinu ók út af rétt norðan við afleggjarann að Bláa lóninu.
Víkurfréttir höfðu samband við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og fyrir svörum varð Magnús Guðjónsson framkvæmdastjóri. Aðspurður um slysið á miðvikudag sagði Magnús eftirfarandi: „Eldsneytisgeymar stórra flutningabíla rúma eldsneyti í magni sem gæti nægt til að menga vatnsbólin ef slys yrði á viðkvæmum stað, svo ekki sé talað um þau ósköp sem yrðu ef olíubíll ylti á þessum slóðum og olían úr honum rynni út. Útafaksturinn á Grindavíkurvegi staðfestir það sem Heilbrigðiseftirlitið hefur bent á, að vatnsbólum Suðurnesjamanna stafar hætta af umferð þungaflutningabíla um Grindavíkurveg.“ Þegar Magnús var inntur eftir því hvort slysið í janúar hefði geta mengað vatnsbólin sagði Magnús að í því slysi hefði eldsneytisgeymir bifreiðarinnar ekki rifnað, auk þess hefði þar verið um minni bíl með minni eldsneytisgeymi að ræða. „Engu að síður blasir við að á stuttum tíma hafa tveir bílar ekið útaf í nánasta nágrenni við vatnsbólin. Slíkt hlýtur að vera umhugsunarefni og jafnframt staðfesting á því að mengunarhættan er til staðar.“ Sagði Magnús að lokum.