Mengun á varnarliðssvæðinu skoðuð
Starfsfólk Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja safnar nú gögnum um olíumengun á varnarsvæðinu. Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir í Fréttablaðinu í dag að varnarliðið hafi tilkynnt öll stærri mengunaróhöpp þannig að vitað sé með nokkurri vissu um ástandið á svæðinu. Óháð fyrirtæki geri fljótlega úttekt á því landi sem herinn hafi umráð yfir.
Ennfremur er haft eftir Magnúsi að minna sé vitað um ástandið innan girðingar en utan þó vitað sé um olíubletti hér og þar. Íslendingar jafnt sem Bandaríkjamenn hafi stundað það í 50 til 60 ár á síðustu öld að hella niður olíu og bensíni beint niður í jarðveginn. Magnús segir hins vegar of snemmt að segja til um hversu mikil mengunin er en hún sé einhver þar sem upplýsingar hafi borist í gegnum tíðina. Ætlunin sé að nota þau gögn sem safnast saman til að hafa svör á reiðum höndum óski utanríkisráðherra eftir þeim þegar viðræður hefjast við Bandaríkjamenn í lok næstu viku. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja væntir þess að herinn fái fljótlega óháð fyrirtæki til að gera úttekt á svæðinu og koma með tillögur til úrbóta. Í framhaldinu verði svo tekin sýni og séu ábendingar um mengun verði jarðvegssýni skoðuð nánar.
Ennfremur er haft eftir Magnúsi að minna sé vitað um ástandið innan girðingar en utan þó vitað sé um olíubletti hér og þar. Íslendingar jafnt sem Bandaríkjamenn hafi stundað það í 50 til 60 ár á síðustu öld að hella niður olíu og bensíni beint niður í jarðveginn. Magnús segir hins vegar of snemmt að segja til um hversu mikil mengunin er en hún sé einhver þar sem upplýsingar hafi borist í gegnum tíðina. Ætlunin sé að nota þau gögn sem safnast saman til að hafa svör á reiðum höndum óski utanríkisráðherra eftir þeim þegar viðræður hefjast við Bandaríkjamenn í lok næstu viku. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja væntir þess að herinn fái fljótlega óháð fyrirtæki til að gera úttekt á svæðinu og koma með tillögur til úrbóta. Í framhaldinu verði svo tekin sýni og séu ábendingar um mengun verði jarðvegssýni skoðuð nánar.