Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meistarafélag byggingamanna til SAR
Miðvikudagur 21. desember 2011 kl. 10:25

Meistarafélag byggingamanna til SAR

Meistarafélag byggingamanna Suðurnesja hefur gengið í Samtök atvinnurekanda á Reykjanesi (SAR) með þær væntingar að efla samtökin til samstöðu um betri skilyrði til reksturs fyrirtækja á Reykjanesi.

Samstaða er lykilþáttur og nauðsynleg til að ná árangri í þeim væntingum sem við gerum. Byggingamarkaðurinn á Reykjanesi er kominn neðar en við héldum að hægt væri að komast. Mikilvægt er fyrir okkur að standa saman við að koma atvinnulífinu aftur í það horf að við getum búið hér við þokkaleg skilyrði. Vonandi verða Samtök atvinnurekanda á Reykjanesi þátttakandi í að stuðla að þeim markmiðum. Meðlimir SAR verða að vera vakandi fyrir þeim möguleikum sem við getum nýtt í styrk samtakanna. SAR er sterkur málsvari fyrir atvinnurekendur gagnvart hagsmunamálum er varða samskipti við sveitafélög, ríkisstofnanir og stjórnsýsluna almennt. Meistarafélag byggingamanna Suðurnesja vonar að betri tíð sé í vændum fyrir fyrirtæki á Reykjanesi og hvetur alla að versla heima, segir í frétt frá félaginu.

Ari Einarsson og Lúðvík Gunnarsson frá Meistarafélagi byggingamanna á Suðurnesjum hittu Guðmund Pétursson og Gunnar Ellert Geirsson frá SAR og staðfestu inngöngu félagsins í Samtök atvinnurekenda á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: F.v. Ari Einarsson, Guðmundur Pétursson, Lúðvík Gunnarsson og Gunnar Ellert Geirsson.