Meirihlutinn vildi ekki samþykkja stuðningsyfirlýsingu við fórnarlömb handrukkara
Tillaga þess efnis að bæjarstjórn Voga ýsti yfir stuðningi við hjón í bæjarfélaginu, sem urðu fyrir barðinu á handrukkunum, var felld á bæjarstjórnarfundi nú fyrir helgi.
Fulltrúi minnihlutans, Sigríður Ragna Birgisdóttir, bar upp tillöguna. Hún vildi að bæjarstjórn lýsti yfir stuðningi sínum við hjónin „fyrir framgöngu þeirra og viðbrögð við erfiðar aðstæður,“ eins og segir í fundargerð. Hjónin sem um ræðir urðu fyrir ofsóknum handrukkara og fjallaði fréttaskýringaþátturinn Kompás um málið. Höfðu þau setið undir hótunum greiddu þau ekki meinta skuld sem sonur þeirra átti að hafa stofnað til.
Tillagan um stuðningsyfirlýsinguna var felld með fjórum atkvæðum meirihlutans gegn þremur atkvæðum minnihlutans.
Í bókun sem forseti bæjarstjórnar lagði fram í kjölfarið segir:
„Mesta og besta viðurkenning sem þeim hjónum Ragnari og Björg getur hlotnast hlýtur að vera sú aukna áherslu sem meirihluti bæjarstjórnar leggur á forvarnir í sveitarfélaginu í kjölfar erfiðrar lífsreynslu þeirra.
Auknar forvarnir sjást best í auknum styrkjum til íþróttastarfsemi og annarra félagastarfsemi, þá ekki síst til þeirra sem vinna ötullega að forvarnarmálum. Þar á ég við aðila eins og Lund og önnur félagasamtök þar sem unnið er óeigingjarnt starf af miklum krafti.“
Mynd: Frá Vogum.