Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meirihlutinn sprunginn í Grindavík
Þriðjudagur 8. júlí 2008 kl. 18:08

Meirihlutinn sprunginn í Grindavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í bæjarstjórn Grindavíkur er sprunginn. Samfylkingin mun leita til Framsóknarflokks um myndun nýs meirihluta. Fundur um málið verður haldinn í kvöld.

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar og oddviti Samfylkingarinnar í Grindavík staðfestir þetta á dv.is nú áðan og boðar nánari fréttir síðar í kvöld eða strax í fyrramálið.

Jóna Kristín segir að mjög hafi skort á á upplýsingaflæði og samráð á milli flokkana í veigamiklum málum.