Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meirihlutinn í Grindavík sprunginn
Fimmtudagur 9. apríl 2009 kl. 13:13

Meirihlutinn í Grindavík sprunginn

Meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur sprakk á bæjarstjórnarfundi í Grindavík síðdegis í gær. Meirihlutinn var skipaður fulltrúum Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins. Svo virðist sem meirihlutasamstarfið hafi sprungið á ráðningu skólastjóra Hópsskóla en Samfylknig vildi ráða Garðar Pál Vignisson til starfsins. Framsóknarmenn vildu hins vegar ráða Maggý Hrönn Hermannsdóttur. Sjálfstæðismenn gerðu það hins vegar að tillögu sinni að ráðningunni yrði frestað og var sú tillaga samþykkt með fimm atkvæðum en fulltrúar Samfylkingar sátu hjá.

Næstu hátt í 20 dagskrárliðir bæjarstjórnarfundarins fóru þannig að lagt var til að afgreiðslu yrði frestað og fundi yrði lokið. Það var samþykkt með atkvæðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þ.e. meirihluta atkvæða.
Sigmar Eðvarðsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Grindavík, vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar Víkurfréttir leituðu til hans. Um myndun nýs meirihluta sagði hann að menn væru komnir í páskafrí í Grindavík.

Það var síðast 8. júlí í fyrrasumar að meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sprakk.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024