Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meirihlutinn í Garði fallinn
Laugardagur 12. maí 2012 kl. 19:12

Meirihlutinn í Garði fallinn

Meirihlutinn í Garði er fallinn. Kolfinna S. Magnúsdóttir bæjarfulltrúi D-listans hefur ákveðið að kljúfa sig frá meirihluta D-listans og mynda meirihluta með bæjarfulltrúum N- og L-lista.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilkynningu frá D-lista sjálfstræðismanna segir: „Undirritaðir, bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sveitarfélaginu Garði, hörmum ákvörðun bæjarfulltrúans, Kolfinnu S. Magnúsdóttur, að slíta samstarfinu og mynda meirihluta með bæjarfulltrúum N- og L-lista.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 55% atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum og því afar sterkt umboð til að vinna að erfiðum málum í sveitarfélaginu.

Ljóst er að bæjarfulltrúinn Kolfinna S. Magnúsdóttir byggir ákvörðun sína á persónum - ekki pólitík. Enginn ágreiningur hefur verið um málefni.

Við erum ánægð með þau verkefni sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið að á kjörtímabilinu í afar erfiðu árferði“.


Undir þetta skrifa Einar Jón Pálsson, Brynja Kristjánsdóttir og Gísli Heiðarsson, bæjarfulltrúar D-lista sjálfstæðismanna í Garði.