Meirihlutinn hafnar gámasvæði í Garði
Bréf frá MOA til hreppsnefndar Gerðahrepps var tekið fyrir í vikunni. Þar er óskað eftir kynningarfundi vegna hagræðingar og þróunar hirðingar brotamálma. Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að óska eftir fundi. Á fundinum var lögð fram tillaga frá I-lista sem var svohljóðandi: „Hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkir að þegar verði hafist handa við uppsetningu gámaplans(til ruslaflokkunar) og því fundinn hentugur staður“.
Greinargerð:
Staðsetning gáma innan byggðalagsins mun stytta bæði keyrslu og tíma er fer í að losa rusl, en það er u.þ.b. 20 mínútna akstur til sorpeyðingarstöðvar. Of algengt er það að íbúarnir losi sig við rusl af þeim sökum bæði í heiðina og höfnina. Hentuga staðsetningu væri í nágrenni áhaldahúss þar sem starfsmenn þess gætu haft umsjón með þeim. Þ.e.a.s. haft samband við þá er sæu um að losa gámana. MOA hefur nú sent hreppsnefnd drög að hugmynd um að koma upp 2 gámum fyrir brotajárn á vegum Hringrásar. Ruslagámasvæði innan byggðalagsins myndi Því bæði auka þjónustu og snyrta umhverfi okkar.
Tillagan var felld með 4 atkvæðum F-listans, fulltrúar I-listans greiða tillögunni atkvæði og fulltrúi H-listans situr hjá.
Greinargerð:
Staðsetning gáma innan byggðalagsins mun stytta bæði keyrslu og tíma er fer í að losa rusl, en það er u.þ.b. 20 mínútna akstur til sorpeyðingarstöðvar. Of algengt er það að íbúarnir losi sig við rusl af þeim sökum bæði í heiðina og höfnina. Hentuga staðsetningu væri í nágrenni áhaldahúss þar sem starfsmenn þess gætu haft umsjón með þeim. Þ.e.a.s. haft samband við þá er sæu um að losa gámana. MOA hefur nú sent hreppsnefnd drög að hugmynd um að koma upp 2 gámum fyrir brotajárn á vegum Hringrásar. Ruslagámasvæði innan byggðalagsins myndi Því bæði auka þjónustu og snyrta umhverfi okkar.
Tillagan var felld með 4 atkvæðum F-listans, fulltrúar I-listans greiða tillögunni atkvæði og fulltrúi H-listans situr hjá.