Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meirihlutinn féll í Garði: Oddný verður bæjarstjóri
Sunnudagur 28. maí 2006 kl. 02:44

Meirihlutinn féll í Garði: Oddný verður bæjarstjóri

Oddný Harðardóttir, oddviti N-lista í Garði, verður næsti bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Garði eftir sigur N-lista í sveitarstjórnarkosningunum. F-listi var áður í meirihluta en N-listinn fékk 52,99% atkvæða og fjóra menn í bæjarstjórn en F-listi fékk 47,01% atkvæða og þrjá menn í bæjarstjórn.

Mikil gleði var á kosningaskrifstofu N-listans í kvöld og stigu stuðningsmenn og frambjóðendur þar trylltan sigurdans og réði verðandi bæjarstjóri sér vart af kæti og fagnaði innilega með sínu fólki.

Næsta bæjarstjórn í Garði verður þannig skipuð:
Oddný Harðardóttir – N
Ingimundur Guðnason – F
Laufey Erlendsdóttir – N
Einar Jón Pálsson – F
Brynja Kristjánsdóttir – N
Ágústa Ásgeirsdóttir – F
Arnar Sigurjónsson – N

VF-myndir/ Þorgils Jónsson: Mikil gleði var á kosningaskrifstofu N-listans.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024