Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Meirihlutinn fallinn í Grindavík
Miðvikudagur 15. ágúst 2012 kl. 23:24

Meirihlutinn fallinn í Grindavík

Ágreiningur hafi staðið um hversu hratt hefði átt að fara í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í bænum og ekki hafi verið samstaða um söluna á félagsheimilinu Festi.

Meirihlutasamstarfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í Grindavík hefur verið slitið. Þetta staðfestir Vilhjálmur Árnason, annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í bænum fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar í samtali við mbl.is í kvöld. Var ákvörðunin var tekin á fundi meirihlutans fyrr í kvöld.

Vilhjálmur segir ástæðuna vera að bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins hafi ekki verið tilbúnir til að vinna áfram að þeim málefnasamningum sem flokkarnir gerðu með sér eftir síðustu kosningar, en einnig hafi verið deilt um vinnubrögð í meirihlutasamstarfinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ágreiningur hafi staðið um hversu hratt hefði átt að fara í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í bænum og ekki hafi verið samstaða um söluna á félagsheimilinu Festi.

Bæjarstjórn Grindavíkur er skipuð sjö bæjarfulltrúum. Framsóknarflokkurinn er með þrjá, Sjálfstæðisflokkur einn, Samfylking er með einn bæjarfulltrúa og Grindavíkurlistinn er með tvo.

 

mbl.is greinir frá.