Fréttir

Meirihluti valdi pólitískan bæjarstjóra
Fimmtudagur 31. júlí 2014 kl. 12:02

Meirihluti valdi pólitískan bæjarstjóra

Að mati Sjálfstæðismanna

Í tilefni af ákvörðun nýs meirihluta í Reykjanesbæ að ráða Kjartan Má Kjartansson í stöðu bæjarstjóra, bókuðu Sjáfstæðismenn eftirfarandi á fundi bæjarráðs í morgun:

„Við ákvörðun um ráðningu bæjarstjóra hafa sjálfstæðismenn ekki verið upplýstir um efni umsókna þeirra rúmlega 20 sem sóttu um stöðu bæjarstjóra og hvernig komist var að umræddri niðurstöðu. Því er ógjörningur að taka afstöðu til umsækjenda.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hins vegar er ánægjulegt að núverandi þrír flokkar í meirihluta skuli svo stuttu eftir kosningar komnir af þeirri skoðun sinni að ekki skuli vera pólitískur bæjarstjóri því aðili með skýran pólitískan bakgrunn er metinn bestur til starfsins. Kjartan Már  hefur að auki góða rekstrarreynslu.

Áberandi er að Frjálst afl hefur fallið frá þeirri stefnu sinni að bæjarstjóri þurfi að vera sérfræðingur í „endurskipulagningu skulda“ og „beintengjast ekki stjórnmálaöflum í bæjarfélaginu“.

Við óskum Kjartani Má góðs gengis í starfi sínu fyrir bæinn og munum vinna vel með honum.“