Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meirihluti landsmanna vill herinn áfram
Mánudagur 25. ágúst 2003 kl. 10:07

Meirihluti landsmanna vill herinn áfram

Um 57% þjóðarinnar yrðu ósátt ef bandaríska herliðið á Keflavíkurflugvelli yrði kallað heim, en þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í dag. Rúmlega 28% landsmanna segjast vera sátt ef herinn fari en 15% segjast óákveðin. Ef aðeins þeir sem tóku afstöðu eru skoðaðir kemur í ljós að 33% eru sátt en 67% ósátt. Nokkur munur er á afstöðu kynjanna til málsins. Töluvert stærri hluti karla en kvenna segist vera sáttur við hugsanlegt brotthvarf hersins. Einnig er munur á afstöðu fólks eftir búsetu. Hærra hlutfall landsbyggðarfólks en íbúa í þéttbýli segist vera ósátt ef herinn fari.Úrtakið í könnuninni var 800 manns og tóku 81,9% aðspurðra afstöðu. Spurt var: Yrðir þú sátt(ur) eða ósátt(ur) ef ríkisstjórn Bandaríkjanna kallaði bandaríska herinn á Keflavíkurflugvelli heim?
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024