Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meirihluti landeigenda vill fremur selja Bláa lóninu
Mánudagur 30. október 2006 kl. 13:58

Meirihluti landeigenda vill fremur selja Bláa lóninu

Mikill meirihluti landeiganda í Grindavík vill fremur taka tilboði Bláa lónsins heldur en Grindavíkurbæjar í þá 5.500 hektara af óskiptu landi sem þessir aðilar gerðu tilboð í. Á framhalds aðalfundi sem haldinn var á laugardaginn í Landeigendafélagi Járngerðarstaða og Hópstorfu, lágu fyrir listar vegna beggja tilboðanna. Alls munu hátt í 67 prósent landeiganda hafa sett nafn sitt við tilboð Bláa lónsins og rétt tæp 21 prósent við tilboð Grindavíkurbæjar. Um tólf prósent vildu hvorugum aðilanum selja. Niðurstöðum tilboðsins verður komið formlega til Grindavíkur á morgun, segir á grindavik.is í dag. 

Nokkur spenna hefur verið í Grindavík síðustu daga vegna málsins og var boðað til sérstaks aukafundar í bæjarstjórn fyrr í vikunni vegna þess. Þar samþykkti bæjarstjórn að gera tilboð í landið og yfirbjóða tilboð Bláa lónsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024