Meirihluti félagsmanna kaus verkfall
- hjá Verkalýðsfélagi Grindavíkur.
Kosningu um verkfallsboðun félaga í Verkalýðsfélagi Grindavíkur er lokið og niðustaðan afdráttarlaus. Þátttaka var 61,11% eða 297 manns í almenna samningnum af þeim sögðu 295 já eða 99,33% og 2 sögðu nei eða 0,67%. Í þjónustusamningnum kusu 20 sem gerir 42,55% kjörsókn þar af sögðu 19 eða 95% já og 1 sagði nei eða 5%. Það er því ljóst að Magnús Már Jakobsson, formaður Verkalýðsfélagsins, fer með mjög skýr skilaboð frá Grindvíkingum á fund verkalýðsforystunnar.