Meirihluti á móti því að ríkið blandi sér í sjómannadeiluna
- Hefurðu skoðun á framtíð Sundhallarinnar í Keflavík? Nýjasta vefkönnun vf.is
Meirihluti vill ekki afskipti ríkis af sjómannadeilunni ef tekið er tilliti til niðurstöðu í könnnun á vef Víkurfrétta. Nærri sex af tíu eða 57% vilja alls ekki að ríkið blandi sér í deiluna.
Rúmlega þriðjungur eða 33% vilja að ríkið hliðri til svo samningar takist og aðeins 10% voru hlynntir lagasetningu. Nærri fjögur hundruð svör bárust.
Í nýrri könnun er spurt út í framtíð Sundhallarinnar í Keflavík en VF fjallaði nýlega um þessa sögufrægu byggingu sem Guðjón Samúelsson hannaði og var vígð fyrir tæpum 70 árum síðan.