Meirihlutamyndun í góðum farvegi
Meirihlutamyndun í Reykjanesbæ er í góðum farvegi. Þetta staðfestir Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar, í samtali við Víkurfréttir. Samfylking og óháðir, Framsóknarflokkur og Bein leið ræða nú saman um myndun meirihluta fyrir komandi kjörtímabil. Guðbrandur á von á að verkefnið klárist í næstu viku.
Flokkarnir þrír eru samtals með sex bæjarfulltrúa. Samfylking og óháðir fengu þrjá bæjarfulltrúa í kosningunum um síðustu helgi og bættu við sig manni. Framsóknarflokkur bætti einnig við sig manni og fékk tvo kjörna bæjarfulltrúa. Bein leið minnsti hins vegar einn mann og hefur nú einn bæjarulltrúa.