Meiri uppsjávarafli en í fyrra
Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu er heildarafli sem borist hefur á land í Grindavík fyrstu tíu mánuði ársins samtals 125,845 tonn á móti 122,959 tonnum fyrstu 10 mánuði síðasta árs. Munar þar mest að uppsjávar afli er heldur meiri en á sama tíma í fyrra, að sögn Sverris Vilbergssonar hafnarstjóra í Grindavík.
„Um 700 tonnum minna hefur komið á land af þorski á árinu eða samtals 176,00tonn, enda var sjómannaverkfall á góðum þorskveiðitíma. Heildaafli síðustu viku var 306,6 tonn af botnfiski auk þess sem Björg Jónsdóttir landaði 307 tonnum af síld í frystingu. Veður var heldur leiðinlegt til sjósóknar í vikunni stöðugir umhleypingar og virðist vera framhald á því í þessari viku“, segir Sverrir.
„Um 700 tonnum minna hefur komið á land af þorski á árinu eða samtals 176,00tonn, enda var sjómannaverkfall á góðum þorskveiðitíma. Heildaafli síðustu viku var 306,6 tonn af botnfiski auk þess sem Björg Jónsdóttir landaði 307 tonnum af síld í frystingu. Veður var heldur leiðinlegt til sjósóknar í vikunni stöðugir umhleypingar og virðist vera framhald á því í þessari viku“, segir Sverrir.