Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meiri él og frost
Laugardagur 13. janúar 2007 kl. 10:02

Meiri él og frost

Kl. 9 voru VSV 14 á Garðskagavita og 1.6 stiga frost.
Kl. 6 í morgun var breytileg átt, víða 3-8 m/s og snjókoma eða él, en léttskýjað á N- og A-landi. Hiti var frá 1 stigi í Vestmannaeyjum niður í 10 stiga frost á Haugi í Miðfirði.

Veðurhorfur við Faxaflóa  næsta sólarhringinn:
Vestlæg átt 5-13 m/s, en snýst í austan 5-10 í kvöld. Aftur vestan 5-13 á morgun. Snjókoma eða él og frost 0 til 7 stig.

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Vestlæg eða breytileg átt, víða 5-10 m/s og dálítil snjókoma eða él, en úrkomulítið A-lands. Frost 0 til 10 stig, mildast syðst. Austlægari og snjókoma sunnantil í kvöld og nótt, en snýst í vestan kalda með éljum á morgun.


Mynd: Það er engu líkara en að Kári sjálfur sé mættur þarna í skýjamynd til að blása yfir okkur vetrarveðrinu. Flugvélarnar þrjár eru litlar í samanburði við vetur konung.

 

VF-mynd: Ellert Grétarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024