Meiri heildarafli í janúar
Helmingi meiri heildarafli barst á land í Suðurnesjahöfnum nú í janúar samaborið við sama mánuð fyrir ári. Hann var 8,120 tonn nú en 4,072 tonn árið áður. Miklu munar að mun betri tíð var nú í janúar en eins og flestir muna voru mikil óveður og stöðugar brælur eftir áramótin í fyrra.
Í Grindavík var þorskaflinn 2,567 tonn í janúar síðastliðnum samanborið við 945 tonn í janúar 2008. Í Sandgerði var 1,535 tonnum af þorski landað í janúar samanborið við 593 tonn árið áður, svo dæmi séu tekin.