MEIRA UM MÁLIÐ
VF hafði samband við húseiganda Grundar í Garði en þar bjó fjölskyldan áður. Vildi hann ekki tjá sig að öðru leyti en að málinu þessu væri lokið gagnvart sér og hann hefði ekki áhuga á að blanda sér frekar í málið.Karl Hermannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík, kvaðst í samtali við VF ekki vera í aðstöðu til að tjá sig opinberlega um þessi málefni. „Ég get þó sagt þér að einn aðili sem við höfðum afskipti af vegna útkalls að þessu húsnæði hafði meðferðis ólöglegt vopn og er það mál á leiðinni í gegnum formið.“Samkvæmt heimildum VF eiga bæði Róbert og Svava að baki afbrotaferil. Gögn Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness sýna að á árinu 1997 var Svava dæmd fyrir fíkniefnabrot og 5 tilvik þjófnaðar 1998. Róbert hefur átta sinnum verið dæmdur til sektargreiðslu eða refsivistar. Meðal sakarefna eru þjófnaðir, greiðslukortasvik, innbrot auk fíkniefna. Einn dómurinn er vegna vanrækslu á að hafa ökuskírteini meðferðis, mál sem auðveldlega hefði mátt komast hjá með sektargreiðslu.