Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meira skylt við óskhyggju en áætlanagerð
Kristinn Jakobsson, fulltrúi Framsóknar í bæjarstjórn greiddi atkvæði gegn 3 ára fjárhagsáætlun.
Miðvikudagur 3. október 2012 kl. 10:59

Meira skylt við óskhyggju en áætlanagerð

-segir Kristinn Jakobsson um þriggja ára fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar

Kristinn Jakobsson, Framsóknarflokki greiddi atkvæði á móti þegar þriggja ára fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar var til afgreiðslu í gær og gagnrýndi að minnihlutanum hafi verið haldið fyrir utan við áætlanagerðina.

Kristinn bókaði svo: „Umræða sem samkvæmt sveitarstjórnarlögum hefði átt að fara fram fyrir níu mánuðum jafnhliða fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár. Nú þremur mánuðum áður en fjárhagsáætlun fyrir 2013 á að taka gildi, eru engar líkur á að þriggja ára fjárhagsáætlunin standist. Í áætluninni er ekki tekið tillit til mjög stórra þátta sem vitað er að muni hafa áhrif á fjárhag bæjarsjóðs til margra ára. Minnihlutanum var haldið utan við á vinnu við áætlunargerðina. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar til næstu þriggja ára á meira skylt við óskhyggju en áætlanagerð.
“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024