Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meira salt!
Sunnudagur 16. mars 2003 kl. 15:24

Meira salt!

Keflavíkurhöfn er stór uppskipunarhöfn fyrir salt og nú er svo komið að stærstu skipin sem leggja að bryggjunni í Keflavík eru saltskip. Risastórt saltskip var í Keflavík í gær. Skipið heitir Svilas og fóru vörubílar ófáar ferðir lestaðir salti í saltgeymsluna við Víkurbraut. Oft koma saltskipin fyrst til Keflavíkur til að losa salt áður en farið er á aðrar hafnir við Ísland. Ástæðan er sú að hér er svo mikið dýpi í höfninni að skipin eiga auðvelt með að komast hér inn áður en haldið er til t.a.m Hafnarfjarðar og víðar.Meðfylgjandi mynd var tekin í gær þegar saltið var losað úr risastórum krabba á vörubíl frá Skipaafgreiðslu Suðurnesja, en fyrirtækið hefur verið í þjónustu við sjávarútveginn í fjörtíu ár.

VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024