Meira gott fyrir gróðurinn
Sunnan og suðaustan 8-15 m/s en suðvestlæg átt, 5-10 eftir hádegi við Faxaflóa, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Í dag verður rigning með köflum og hiti 5 til 10 stig, sem er gott fyrir gróðurinn eftir þurrk og kulda sem verið hefur fram eftir maímánuði.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Vestlæg átt, 8-15 m/s, hvassast syðst. Víða rigning eða skúrir, en úrkomulítið SA-lands. Hiti 3 til 8 stig að deginum.
Á föstudag:
Norðan 8-13 m/s A-lands í fyrstu, en annars mun hægari breytileg áttt. Rigning og jafnvel slydda til fjalla N-til, en léttskýjað syðra. Hiti 1 til 5 stig fyrir norðan, en allt að 12 stigum syðra. Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna SV-til um kvöldið.
Á laugardag:
Suðvestan- og vestankaldi og skúrir víða um land, en léttir til A-lands. Hiti 5 til 10 stig.
Á sunnudag:
Útlit fyrir skammvinna norðvestanátt með skúrum N-til, en þurrviðri syðra. Kólnar fyrir norðan.
Á mánudag og þriðjudag:
Breytilegar áttir og væta með köflum, en milt veður að deginum.