Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meira af kókaíni tekið í Leifsstöð
Mánudagur 28. ágúst 2006 kl. 23:05

Meira af kókaíni tekið í Leifsstöð

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli hefur lagt hald á margfalt meira magn af amfetamíni það sem af er ári en allt síðasta ár. Búið er að leggja hald á meira af kókaíni á árinu en í fyrra. En margfalt minna af hassi hefur fundist á farþegum sem hafa átt leið um flugvöllinn en á síðasta ári. Frá þessu var greint í Sjónvarpinu í kvöld og á www.ruv.is

Í síðustu viku var par á fimmtugsaldri tekið með rúmt hálft kíló af hassi. Maðurinn hafði gleypt hassið í smokkum. Þetta er stærsta einstaka hassmálið sem hefur komið upp á Keflavíkurflugvelli á árinu.

Alls hefur Tollgæslan lagt hald á 613 grömm af hassi á árinu sem er margfalt minna magn en lagt var hald á í fyrra en þá fundust 5.640 grömm af hassi á farþegum sem fóru um völlinn.

Allt síðasta ár var lagt hald á 801 gramm á kókaíni en það sem af er ári hefur Tollgæslan lagt hald á 4.860 grömm af kókaíni. Nú er búið að leggja hald á 4 kíló af amfetamíni sem er 60 grömmum meira en lagt var hald á allt árið í fyrra.

Jóhann R Benediktsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli telur enga eina skýringu á því hversu mikla meira næst af hvítu efnunum í ár en í fyrra. Þá má nefna að í tvígang hafa Litháar verið teknir á Keflavíkurflugvelli með svokallaðan amfetamín basa á árinu en talið er að hægt hefði verið að búa til 30 kíló af amfetamíni úr því til að selja á götunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024