Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meintur síbrotamaður handtekinn
Laugardagur 16. desember 2017 kl. 11:12

Meintur síbrotamaður handtekinn

Karlmaður, sem grunaður er um að hafa verið á ferðinni um skeið og hnuplað varningi úr verslunum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum,  var í fyrradag handtekinn eftir tilraun til þjófnaðar úr vínbúð. Maðurinn hafði heimsótt sömu verslun fyrir nokkrum dögum og þá stolið áfengispela.  Á upptöku úr öryggismyndavél sást til kauða við það athæfi og þegar hann mætti aftur í vínbúðin  í vikunni, sömu erinda, handtók lögreglan á Suðurnesjum hann. Til viðbótar við önnur brot var hann með kannabis í tösku sem hann hafði meðferðis í vínbúðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024