Meintur ræningi ekki fundinn
Lögreglan í Keflavík hefur lokað fyrir alla umferð í Grindavík vegna bankaránsins í Landsbankanum ásamt því að girt hefur verið af stórt svæði í kringum bankann. Ástæðan er sú að lögreglan í Reykjavík er á leið með sporhund á svæðið sem á að rekja ferðir bankaræningjans. Ræninginn er ekki enn fundinn en hann er sagður ungur að árum og um 170 cm á hæð. Hann er klæddur bláum samfestingi og með græna lambhúshettu. Lögreglan stöðvar allar bifreiðar sem fara út úr bænum. Tvær stúlkur voru að vinna í bankanum þegar ránið átti sér stað en aðrir starfsmenn voru í mat. Súlkurna sakaði ekki en ræninginn var vopnaður hnífi.Ekki er enn vitað hve miklum peningi þjófurinn náði.