Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Meint amfetamín og tæki og tól til fíkniefnaneyslu í félagslegri íbúð
Laugardagur 11. desember 2004 kl. 19:40

Meint amfetamín og tæki og tól til fíkniefnaneyslu í félagslegri íbúð

Meint amfetamín fannst á einstaklingi sem var handtekinn eftir gleðskap í fjölbýlishúsi við Heiðarholt í Keflavík í gær. Þrennt var í íbúðinni þegar lögreglan var send á staðinn. Íbúðin er félagslegt húsnæði á vegum Reykjanesbæjar og hefur lögreglan ítrekað verið kölluð að íbúðinni á undanförnum misserum, vegna hávaða og ölvunarláta. Þannig hefur íbúðin m.a. verið án rafmagns mestan hluta þessa árs, en það hefur ekki komið í veg fyrir að annað hvort hafi rafmagn verið leitt úr sameign og inn í íbúðina og eins var innsigli í rafmagnstöflu rofið til að koma straumi á íbúðina.
Lögreglan hefur verið kölluð á staðinn í fjölmörg skipti, m.a. tvær síðustu helgar. Í gær óskaði svo starfsmaður Reykjanesbæjar eftir því að íbúðin yrði rýmd, þar sem húsráðandi héldi ekki til í íbúðinni, heldur væri þar annað fólk við skemmtanahald. Það mun hafa verið búið að standa yfir í hálfan sólarhring þegar þolinmæði íbúa í fjölbýlishúsinu brast og þess var farið á leit við eiganda íbúðarinnar, fasteignafélag Reykjanesbæjar, að málum yrði komið í viðunandi horf.
Fjölmennt lögreglulið á þremur lögreglubílum mætti á staðinn og handtók þrennt sem var í íbúðinni. Eins og fyrr segir fannst bréf með meintu amfetamíni á einum einstaklingi og tæki og tól til fíkniefnaneyslu í íbúðinni. Einstaklingarnir voru handteknir  og færðir til lögreglustöðvar. Þeim var síðan sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Myndin: Tveir af þremur lögreglubílum sem fóru í útkallið koma til lögreglustöðvar í gær. VF-mynd: Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024