Heklan
Heklan

Fréttir

Meindýr ógna safnkosti
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 11:55

Meindýr ógna safnkosti

Erindi vegna framkvæmda sem þarf að fara í vegna meindýra sem ógna safnkosti Byggðasafns Reykjanesbæjar var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku. Þórdís Ósk Helgadóttir, forstöðumaður Súlunnar verkefnastofu, og Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, mættu á fundinn. Kostnaðaráætlun vegna þessa er sex milljónir og sex hundruð þúsund krónur.

Bæjarráð samþykkti erindið og vísar því til viðaukagerðar fjárhagsáætlunar 2022.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25