Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Megin virknin bundin við tvö svæði
Föstudagur 23. ágúst 2024 kl. 15:36

Megin virknin bundin við tvö svæði

Hægt hefur á skjálftavirkni og aflögun á gosstöðvunum. Virknin það sem af er degi hefur verið bundin við svæðið norður af Stóra-Skógfelli.

Samkvæmt upplýsingum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar nú upp úr hádegi er megin virknin bundin við tvö svæði á norðan við Stóra-Skógfell. Þetta kemur fram í færslu frá Veðurstofu Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gossprungur_23082024_1330

Mynd úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar sem tekin var í flugi rétt upp úr hádegi í dag og horfir yfir nyrsta hluta gossprungunnar. (Ljósmynd: Almannavarnir/Björn Oddsson)

Mjög lítil virkni er á sprungunni sem opnaðist í upphafi goss. Einungi virðist gjósa á litlum kafla beint austur af Stóra-Skógfelli. Virðist virknin vera að dragast saman á afmarkaðri svæðum, líkt og sést hefur í fyrri gosum. Hrauntungan sem nálgaðist Grindavíkurveg í upphafi goss hefur því nánast stöðvast.

Hraunbreidan_23082024_1330

Ljósmynd úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar í morgun. Horft til suðurs. Þorbjörn og Svartsengi sjást í fjarska hægra megin á myndinni. (Ljósmynd: Almannavarnir/Björn Oddsson)

Megnið af hraunflæðinu hefur verið til norðvesturs eins og sést á ljósmyndinni hér að ofan og á yfirlitskortinu sem birt var fyrir hádegi í færslu hér fyrir neðan.

Talsvert er um gróðurelda vegna hraunflæðis. Mengun vegna þessa sem og gasmengun berst í suður. Sjá nánar gasdreifingarspá veðurvaktar næstu daga.