Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Megadeth komnir á klakann
Sunnudagur 26. júní 2005 kl. 17:12

Megadeth komnir á klakann

Megadeth, ein þekktasta þungarokksveit allra tíma, lenti á Keflavíkurflugvelli nú fyrir skömmu en þeir munu halda hljómleika í Kaplakrika annað kvöld. Tónleikarnir eru lokatónleikar á Evróputúr sveitarinnar sem hófst 3. júní.

Metallicumaðurinn Dave Mustaine var hress við komuna til landsins og sagðist hlakka til tónleikanna. „Við höfum haldið mjög góða tónleika á þessum túr en við höfum bæði spilað úti og inni, bæði í rigningu og hiti en okkur hlakkar öllum til tónleikanna á morgun,“ sagði Dave í samtali við Víkurfréttir.

Hljómsveitin er ekki í upprunalegri mynd því margir hafa komið og farið en Dave Mustaine þykir frekar „erfiður“ og má rekja það til nokkurra meðlima sem hætt hafa vegna þess. Í núverandi mynd eru eftirfarandi meðlimir: Mustaine (gítarar, söngur) Glen Drover (gítarar), James MacDonough (bassi)
og Shawn Drover (trommur).

VF-mynd: Atli Már

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024