Meðvitundarlaus við stýrið
Á miðvikudaginn kl. 14:40 var tilkynnt um umferðarslys á Njarðarbraut. Þarna hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni á leið suður Njarðarbraut og lent á handriði sem er við Njarðarbraut. Ökumaður var meðvitundarlaus þegar lögreglan kom á staðinn og voru vegfarendur búnir að taka hann út úr bifreiðinni.Maðurinn mun hafa fengið flogaveikiskast og mun hafa átt við veikindi að stríða. Bifreiðin var mjög mikið skemmd og voru skráningarnúmer bifreiðinnar tekin af vegna ástand hennar. Dráttarbifreið kom á staðinn og fjarlægði bifreiðina, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar.