Meðfæddir hæfileikar!
Leikfélagið LA-GÓ, í Grindavík, frumsýndi sl. sunnudagskvöld í Kvennó, leikritið Biðla og brjóstahöld. Sýningargestir létu sig ekki vanta og það var að sjá og heyra, að þeir skemmtu sér allir vel. Sýningin er bráðfyndin, en verkið fjallar um misskilning og flækjur sem koma upp í samskiptum fólks. Leikararnir stóðu sig allir sem einn með afbrigðum vel. Frammistöðu leikaranna má þakka meðfæddum hæfileikum þeirra og góðri leikstjórn Skúla Gautasonar „snigils“.Sýningar halda áfram og miðaverð er kr. 1000. Miðapantanir eru hjá Hermanni í síma 868-7356 og Boga í síma 895-6269.