Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Meðeigendur Voga höfnuðu kauptilboði í iðnaðarlóð
Þriðjudagur 15. mars 2016 kl. 08:16

Meðeigendur Voga höfnuðu kauptilboði í iðnaðarlóð

Kauptilboði Sveitarfélagsins Voga á hluta deiliskipulagðs lands á iðnaðarsvæði við Vogabraut var hafnað af fulltrúa annarra landeigenda en sveitarfélagsins. Þetta kom fram á fundi bæjarráðs Voga fyrir síðustu helgi.

Lögmaður sveitarfélagsins fór á fundinum yfir þá valkosti sem hann telur vera í stöðunni varðandi næstu skref málsins. Eins og fram hefur komið hefur fyrirtækið Ísaga ehf. lýst áhuga á því að reisa súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á iðnaðarsvæði við Vogabraut. Í október sl. var svo bæjarstjóra Voga falið að óska eftir viðræðum við meðeigendur Sveitarfélagsins Voga að landsvæði við Hraunholt í Vogum um kaup á landinu. Kauptilboðinu hefur nú verið hafnað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024