Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með vonina að vopni höldum við áfram
Ásrún Helga birti þessa mynd „Farin“ á samfélagsmiðlum með orðum sem Helga Dís vinkona hennar vitnar til.
Laugardagur 11. nóvember 2023 kl. 15:30

Með vonina að vopni höldum við áfram

„Með vonina að vopni höldum við áfram og biðjum allar góðar vættir að vaka yfir íbúum Grindavíkur og fallega bæjarfélaginu - við stöndum sterk saman,“ skrifar Helga Dís Jakobsdóttir, bæjarfulltrúi í Grindavík, á samfélagsmiðla í dag og vitnar þar í orð vinkonu sinnar, Ásrúnar Helgu Kristinsdóttur, forseta bæjarstjórnar Grindavíkur. Færsla Helgu Dísar er lýsandi fyrir margar færslur sem Grindvíkingar hafa sett á samfélagsmiðla í dag.

Í færslunni segist hún vilja byrja á að þakka öll skilaboðin sem fjölskyldunni hennar hafa borist. „Ómetanlegt að finna hversu heppin maður er með fólkið í kringum sig.
Orð geta ekki lýst þessu ástandi sem við erum í og að það sé möguleiki á að maður sé kanski að fara missa griðarstaðin sinn - heimilið sitt,“ segir hún

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Helgu Dís er þakklæti er efst í huga til allra viðbragðsaðila sem standa vaktina og endar á þessum orðum: „Við fjölskyldan erum öll á öruggum stað.“