Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með ungbarn í fanginu í framsæti
Mánudagur 5. maí 2014 kl. 09:32

Með ungbarn í fanginu í framsæti

Níu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur.

Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af erlendum ferðamönnum sem voru á ferðinni í umdæminu á húsbíl. Hélt farþegi í framsæti á ellefu mánaða barni í fanginu. Barnastóll var til staðar í bifreiðinni og lofaði parið að nota hann framvegis, eftir að lögregla hafði gert því grein fyrir alvarleika þessa framferðis. Fólkið greiddi sekt á staðnum.

Þá voru níu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 134 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Einn ökumannanna níu var ekki með ökuskírteini meðferðis.
Loks voru tveir sektaðir fyrir að leggja bifreiðum sínum ólöglega og skráningarnúmer voru fjarlægð af tveimur ótryggðum bifreiðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024