MEÐ ÞÝFI OG STERA
				
				Lögreglunni í Keflavík var skömmu fyrir miðnætti síðastliðinn föstudag tilkynnt um ofsaakstur bifreiðar á Reykjanesbraut. Stöðvuðu lögreglumenn aksturinn á Vogastapa og við leit í bifreiðinni fundust Pioneer geislaspilari og Kenwood magnari sem grunur leikur á að sé þýfi. Einnig fundust 17 bleikar pillur sem ökumaður sagði aðspurður vera Thailenskan bola, þ.e.a.s vaxtahormón frá Thailandi. Haldlagðu lögreglumenn varninginn og verður uppruni þeirra kannaður.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				