Með takmarkaða útsýn
Í gærkvöldi hafði lögreglan á Suðurnesjum afskipti af ökumanni bifreiðar sem ekki hafði sinnt því að skafa hélaðar rúður bifreiðar sinnar áður en hann hóf aksturinn.
Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem lögreglumenn tóku var útsýn ökumannsins afar takmörkuð og skapaði aksturinn því tölvuverða hættu í umferðinni.
Ökumaðurinn þarf að greiða 20.000 króna sekt vegna málsins.
Lögreglan vill brýna fyrir ökumönnum að hreinsa ís og snjó vel af bifreiðum sínum áður en ekið er af stað, en vart þarf að tíunda mikilvægi þess að sjá vel út úr bifreiðinni við akstur.