Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Fréttir

Með tæp 3 kíló af amfetamíni
Föstudagur 18. október 2013 kl. 12:01

Með tæp 3 kíló af amfetamíni

Karlmaður á þrítugsaldri situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa reynt að smygla miklu magni af amfetamíni til landsins. Um er að ræða lettneskan ríkisborgara á þrítugsaldri, sem kom hingað með flugi frá Brussel 22. september.

Tollverðir stöðvuðu för mannsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gruns um að hann væri með fíkniefni í fórum sínum. Lögreglan á Suðurnesjum handtók hann og reyndist hann vera með tæplega þrjú kíló af amfetamíni, sem vandlega voru falin í tösku hans. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir að hann var handtekinn og hefur sætt því síðan. Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á málinu miðar vel, en ekki hafa fleiri verið handteknir vegna þess.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25