Með stolið og breytifalsað vegabréf
Lögreglan á Suðurnesjum handtók nýverið karlmann sem ferðaðist á stolnu og breytifölsuðu vegabréfi. Maðurinn var nýkominn til landsins frá Osló og hafði innritað sig í áframhaldandi flug til Toronto þegar hann var stöðvaður við vegabréfaeftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Vegabréfið sem hann framvísaði tilheyrði einstaklingi í Litháen. Ferðalangurinn viðurkenndi fljótlega að hann hefði nýlega keypt vegabréfið í Svíþjóð á 2.000 evrur.