Með sprengju á háaloftinu
Jólahreingerningin byrjaði með sprengju en þó ekki sprengingu hjá einum íbúa Reykjanesbæjar sem fann sprengjuodd þegar hann var að taka til uppi á háalofti hjá sér í vikunni. Hann hafði samband við lögregluna sem mætti á staðinn.
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var fenginn á staðinn til þess að skoða og fjarlægja oddinn, sem reyndist vera óvirkur og hættulaus.
Lögreglan hvetur fólk til að ganga varlega um hluti sem þessa þar sem saga þeirri og virkni sé óþekkt. „Ekki meðhöndla hlutinn og hringið ávallt á lögreglu,“ segir á fésbókarsíðu lögreglunnar.