Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Með sprengju á háaloftinu
Föstudagur 7. desember 2018 kl. 09:39

Með sprengju á háaloftinu

Jólahreingerningin byrjaði með sprengju en þó ekki sprengingu hjá einum íbúa Reykjanesbæjar sem fann sprengju­odd þegar hann var að taka til uppi á háa­lofti hjá sér í vikunni. Hann hafði sam­band við lög­regl­una sem mætti á staðinn.
 
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var fenginn á staðinn til þess að skoða og fjarlægja oddinn, sem reyndist vera óvirkur og hættulaus. 
 
Lög­regl­an hvet­ur fólk til að ganga var­lega um hluti sem þessa þar sem saga þeirri og virkni sé óþekkt. „Ekki meðhöndla hlutinn og hringið ávallt á lögreglu,“ segir á fésbókarsíðu lögreglunnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024