Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Með skemmda skrúfu og laskað stýri
Miðvikudagur 23. október 2002 kl. 09:08

Með skemmda skrúfu og laskað stýri

Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, dró á flot Sigurvon RE-64, 140 tonna bát, í innsiglingunni í Sandgerði rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Tilkynnt var um að báturinn hefði strandað í innsiglingunni um ellefuleytið. Þá þegar var björgunarsveitin Sigurvon kölluð út ásamt björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafstein.Sex manna áhöfn var í bátnum og var einn skipverji fluttur yfir í björgunarskipið Hannes Þ. þar sem halli kom að bátnum eftir strandið. Þá fóru aðrir í áhöfn bátsins í flotgalla. Björgunartilraunir hófust skömmu fyrir miðnætti. Báturinn losnaði rétt fyrir miðnætti og var dreginn inn til hafnar í Sandgerði af Hannesi Þ.

Kom í ljós að einhverjar bilanir voru í stýrisbúnaði bátsins, að sögn Landsbjargar. Veður á þessum slóðum var ágætt, hæg norðaustan átt og ágætt skyggni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024