Með sex pakkningar af kókaíni í endaþarmi og leggöngum
Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft til rannsóknar mál er upp kom nýverið þegar tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu konu á fimmtugsaldri vegna gruns um að hún væri með fíkniefni innvortis. Hún reyndist hafa falið samtals sex pakkningar af kókaíni í endaþarmi og leggöngum. Um var að ræða tæp 200 grömm af efninu. Umrædd kona er erlendur ríkisborgari en búsett hér á landi.