Fimmtudagur 12. apríl 2007 kl. 09:20
Með of marga farþega í bílnum
Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir stöðvunarskyldubrot í Reykjanesbæ í gærkvöldi og þar af reyndist einn þeirra vera sviptur ökuréttindum. Þá var einn ökumaður kærður á Reykjanesbrautinni fyrir að vera of marga farþega í bifreið sinni. Hann var með einn farþega umfram leyfðan farþegafjölda.